Hlutdeildarlán
Hlutdeildarlán – stuðningur við fyrstu kaupendur
Hlutdeildarlán er sérstakt lán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sem ætlað er að hjálpa fólki að kaupa sína fyrstu íbúð eða þeirra sem hafa ekki átt íbúð í 5 ár. Með hlutdeildarláni getur þú fengið hluta kaupverðsins að láni án vaxta og án afborgana, þar til þú selur eignina. Markmiðið er að auðvelda fyrstu kaupendum að stíga sín fyrstu skref inn á fasteignamarkaðinn.
Hvernig virkar hlutdeildarlán?
Þegar þú kaupir íbúð með hlutdeildarláni tekurðu tvö lán:
-
Hlutdeildarlán frá HMS, sem getur verið allt að 20% af kaupverði íbúðarinnar.
-
Hefðbundið húsnæðislán frá banka eða lífeyrisjóð sem nær yfir það sem upp á vantar.
Þú greiðir ekki vexti eða afborganir af hlutdeildarláninu meðan þú átt íbúðina. Þegar þú selur eignina eða flytur, greiðir þú HMS til baka sama hlutfall af söluverðinu og lánið var upphaflega.
Dæmi:
Ef íbúðin kostar 50 milljónir og HMS lánar 10 milljónir (20%), og þú selur síðar á 60 milljónir, greiðir þú HMS til baka 12 milljónir (20% af söluverðinu).
Hverjir geta fengið hlutdeildarlán?
Til að fá hlutdeildarlán þarf umsækjandi að uppfylla ákveðin skilyrði sem HMS setur. Þau eru hugsuð til að tryggja að stuðningurinn nýtist þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og hafa takmarkað fjármagn.
Til að eiga möguleika á að fá hlutdeildarlán þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:
- Að vera að kaupa íbúð í fyrsta sinn eða hafa ekki átt íbúð sl. fimm ár.
- Að hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum.
- Að eiga fyrir útborgun sem nemur 5% af kaupverði íbúðar.
- Einstaklingum eða pörum sem eiga erfitt með að safna 15–20% eiginfjárframlagi.
- Að kaupa íbúð sem er samþykkt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
- Að standast reglur Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við ráðstöfunartekjur kaupenda.
Dæmi um hvernig hlutdeildarlán getur hjálpað
Ef þú ert að kaupa íbúð á 45 milljónir en átt aðeins 3 milljónir í eigin fé, getur hlutdeildarlán gert gæfumuninn. Með því að fá 9 milljónir (20%) að láni frá HMS, þarf bankalánið aðeins að dekka 33 milljónir. Þannig verður greiðslubyrðin lægri og þú þarft ekki eins stórt bankalán.
Tekjumörk
Tekjumörkin fyrir Hlutdeildarlán hjá Húsnæðis‑ og mannvirkjastofnun (HMS) eru sett til að tryggja að stuðningurinn nái til þeirra sem hafa takmarkaða stöðu til eigin fjár og þurfa hjálp til að komast inn á fasteignamarkaðinn.
Tekjumörk fyrir 20% hlutdeildarláni
Þú þarft að standast greiðslumat fyrir 75% lán til 25 ára (ef lánið er óverðtryggt má lánstími vera lengri). Mánaðarleg afborgun af íbúðarláni má ekki fara yfir 40% af ráðstöfunartekjum.
- Einstaklingar með tekjur undir 9.465.000.- kr. síðastliðna 12 mánuði eða undir 788.750.- kr. á mánuði.
- Sambúðarfólk sem er með undir 13.221.000 kr. í heildartekjur sl. 12 mánuði eða undir 1.101.750.- kr. á mánuði.
- Fyrir hvert barn/ungmenni undir 20 ára á framfæri lántakanda eða býr á heimilinu þá mega tekjur hækka um 1.953.000.- kr. á 12 mánaða tímabili per barn/ungmenni eða um 162.750.- kr. á mánuði.
Tekjumörk fyrir 30% hlutdeildarláni
Þú þarft að standast greiðslumat fyrir 65% láni til 25 ára (ef lánið er óverðtryggt má lánstími vera lengri). Hlutfall hlutdeildarláns fer samt eftir eigin fé og greiðslugetu, til dæmis ef þú hefur greiðslugetu til að fá 75% lán færðu ekki hærra en 20% hlutdeildarlán.
- Einstaklingar með tekjur undir 6.283.000.- kr. síðastliðna 12 mánuði eða undir 583.583.- kr. á mánuði.
- Sambúðarfólk sem er með undir 8.789.000.- kr. í heildartekjur sl. 12 mánuði eða undir 732.416.- kr. á mánuði.
- Fyrir hvert barn/ungmenni undir 20 ára á framfæri lántakanda eða býr á heimilinu þá mega tekjur hækka um 1.953.000.- kr. á 12 mánaða tímabili per barn/ungmenni eða um 162.750.- kr. á mánuði.
Hvernig reiknaru út hvort þú fallir undir hlutdeildarlán HMS?
1. Safnaðu helstu upplýsingum
-
Árstekjur síðustu 12 mánuði (eða samtekjur ef í sambúð). Hægt að sjá inn á skatturinn.is.
-
➡️Skráir þig inn. ➡️Almenn. ➡️Staðgreiðsluskrá. ➡️Skoðar heildartekjur sl. 12 mánuði.
-
-
Fjöldi barna undir 20 ára.
-
Eigið fé (eignir mínus skuldir, námslán teljast ekki með).
-
Að lágmarki 5% útborgun af kaupverði.
-
Áætlað kaupverð eða kauptilboð í íbúð.
-
Greiðslubyrði má ekki fara yfir viðmið HMS.
2. Athugaðu skilyrðin
-
Tekjur og eigið fé verða að vera innan marka sem HMS setur.
-
Eignin þarf að vera innan verð- og stærðarmarka.
-
Þú þarft að standast greiðslumat hjá banka.
3. Metið hvort þú fallir undir
✅ Tekjur innan marka
✅ Eigið fé og útborgun í lagi
✅ Greiðslubyrði innan viðmiða
✅ Eignin uppfyllir skilyrði HMS
➡️ Þá geturðu sótt um hlutdeildarlán HÉR.
4. Prófaðu reiknivélina
Farðu á reiknivél hlutdeildarlána og sláðu inn tekjur, eignir og kaupverð til að sjá strax hvort þú uppfyllir skilyrðin.