Opið hús: 14.09.2025, 14:30 - 14.09.2025, 15:00

Hlíðarvegur 51 200

Kópavogur

Lýsing

Miklaborg kynnir: Til sölu sérbýli á besta stað í suðurhlíðum Kópavogs. Um er að ræða tengihús á tveimur hæðum með rúmgóðum bílskúr samtals 189,2 fm en sér lóð fylgir eigninni með suðurgarði. Húsið skiptist upp í neðri hæð með stofu, eldhús, nýju baðherbergi, tvö svefnherbergi og lítið aukaherbergi, á efri hæð er eitt svefnherbergi og rúmgott opið rými. Húsið er endurnýjað að hluta en þarfnast lokafrágang á eldhúsi.. Eign sem býður upp á ýmsa möguleika í skipulagi á frábærum stað. Laus við kaupsamning.

Komið inn í ágæta forstofu þar sem fatahengi eða fataskápur gæti verið. Glæsilegt nýlega endurnýja baðherbergi, veggir og gólf flísalögð, baðkar með sturtugleri, vegghengt salerni og góð innrétting með neðri spá með vaski og efri skáp með spegli. Eldhús í sér rými en engin innrétting eðatæki komin en gólfefni eru nýjar flísar. Stofan er rúmgóð með góðri lofthæð og stórum gluggum sem vísa út í garð. Inn af stofu eru þrjú herbergi, Stærsta herbergið var áður tvö herbergi en þaðan er útgengi út á baklóð. Annað ágætt herbergi sem snýr út í garð og lítið herbergi sem er með útgengi út í garð. Stigahús sem liggur upp á efri hæð. Á efri hæðinni er rúmgott herbergi með fataskápum. Stórt opið rými með góðri lofthæð en þar væri mögulega hægt að bæta við herbergi. Frá rýminu er útgengi út á stórar suðursvalir en frá hæðinni eru mjög gott útsýni. Parket er á flestum gólfum en flísar á baði, eldhúsi, gangi og stigahúsi.

Bílskúr er 33,6 fm, þar er heitt og kalt vatn en þvottaaðstaða hefur verið innst í skúrnum. Einnig er kjallari með lágri lofthæð undir hluta skúrsins. Suðurgarður með sólpalli næst húsinu, trjágróður er í garðinum sem þarf að huga að. Lóð hússins er skipt samkvæmt þinglýstu skjali eins og má sjá á teikningu en um er að ræða allt svæði sunnan hússins og norðan göngustígs að húsinu.

Upplýsingablað eigenda um ástand eignarinnar er hægt að nálgast hjá fasteignasölunni.

Helstu endurbætur á síðustu árum eru: baðherbergi endurnýjað frá a-ö, frárennsli lagað að hluta, drenlögn var lögð og neysluvatnslagnir í húsi endurnýjaðar og ofnalagnir á neðri hæð .

Samkvæmt skráingu í HMS er húsið byggt árið 1944 sem er ekki rétt en það á við tengihúsið. Líklegt byggingarár er sennilega á árunum 1965-1970 samkvæmt fyrirliggjandi teikningum en síðan var einni hæð bætt ofan á það líklega í kringum 1985 samkvæm fyrirliggjandi teikningum.

Grunn- og menntaskóli er í hverfinu og stutt í útivistar- og íþróttasvæði Breiðabliks og Sporthússins.

Spennandi og fjölskylduvæn eign á rólegum og góðum stað á einum vinsælasta stað höfuðborgarsvæðisins.

Nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Fasteignin Hlíðarvegur 51

189.2 6 Herbergi 2 Stofur 4 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1944
Fermetraverð : 713.531 Kr/m²
Byggingargerð : Parhús
Fasteignamat : 101.650.000

Nánari upplýsingar veitir:

sv
Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

135.000.000 Kr.
Hafðu samband