Opið hús: 10.05.2025, 13:00 - 10.05.2025, 13:30

Hellagata 15 210

Garðabær

Lýsing

Miklaborg kynnir: Bjarta og rúmgóða 3ja herbergja íbúð í fjölbýli vinsælum stað vestan megin í Urriðaholti með góðu útsýni yfir Urriðavatn og til vesturs út Faxaflóann. Stutt er í alla þjónustu, golfvelli, útivistarparadís, Heiðmörkina, skóla og leikskóla.

Allar nánari upplýsingar veita:
Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is

Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is

Nánari lýsing:

Forstofa með góðum fataskáp.

Þvottahús við forstofu með flísum á gólfi.

Stofa/borðstofa í rúmgóðu opnu alrými sem tengist eldhúsi. Útgengt á góðar suð-vestur svalir með fallegu útsýni.

Eldhús með fallegri innréttingu, innbyggð uppþvottavél, eyja með helluborði og háf yfir, bakaraofn í vinnuhæð. Harðparket ó gólfi.

Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum og harðparket á gólfi. Útgengt á svalir úr hjónaherbergi.

Svefnherbergi II er rúmgott með skáp og harðparket á gólfi.

Baðherbergi með góðri innréttingu og skáp, walk-in sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni og flísalagt gólf og veggir.

Sérgeymsla íbúðar á geymslugangi í sameign á jarðhæð (8,8fm).

Hjóla- og vagnageymsla í sameign á jarðhæð.

Sérmerkt bílastæði.

Þetta er björt og falleg eign í litlu fjölbýli á góðum stað í Urriðaholtinu. Stutt er í skóla, verslanir, stofnæðar og aðra þjónustu, golfvöllur og falleg náttúra í göngufæri

Fasteignin Hellagata 15

94.5 3 Herbergi 1 Stofur 2 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2016
Fermetraverð : 845.503 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 76.000.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

Kjartan
Kjartan Ísak Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali, B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík

Kjartan er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá HR ásamt sveinsprófi í matreiðslu frá Hótel og matvælaskólanum. Starfsferill Kjartans er fjölbreyttur og hefur Kjartan m.a. starfað sem framkvæmdastjóri, vörumerkjastjóri, verkefnastjóri og matreiðslumaður. Kjartan er kvæntur og á tvö börn.

79.900.000 Kr.
Hafðu samband