Hallgerðargata 9A 105

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Um er að ræða 77,5 fermetra (þar af 8,7 fm geymsla) 2ja herbergja íbúð á 2. hæð með suður svölum(möguleg svalalokun) sem skiptist í: Anddyri, baðherbergi m/tengi fyrir þvottavél, eldhús, stofu og hjónaherbergi. Aðgengi að bílakjallara gegn gjaldi. Gólfhiti, steinn í borðum, sérlega fallegar innréttingar spónlagðar með hvíttaðri hnotu, frábær hönnun.

Nánari lýsing:

Forstofa með fallegum innbyggðum skápum.
Eldhúsið er rúmgott með fallegri eldhúsinnréttingu með eyju úr reyktri eik. Siemens bakaraofn, Siemens spansuðuhelluborð, innbyggð AEG uppþvottavél og kæliskápur með frysti. Lýsing undir efri skápum og innfelld lýsing í loftum.
Stofan er rúmgóð og opin við eldhús og rúmar vel setustofu og borðstofu. Gluggar eru gólfsíðir. Útgengi á rúmgóðar svalir frá stofu.
Svefnherbergi er rúmgott, með parketi á gólfi og fataherbergi inn af með mjög góðum hirslum.

Baðherbergið er rúmgott með flísum á gólfi og hluta veggja. Gólfhiti á baðherbergi. Flísalögð sturta og handklæðaofn. Falleg innrétting við vask og upphengt salerni. Innrétting utan um þvottavél og þurrkara.

Hljóðvist í húsinu er í hávegum höfð hvort sem um er að ræða hljóð utan eða á milli íbúða hússins. Uppbygging útveggja og þaks sem og hljóðeinangrun glugga er eins og best verður á kosið að teknu tilliti til hljóðvistar.

Bílastæði: Sameiginlegur bílakjallari er undir öllum reitnum. Bílastæði í bílakjallara í boði til leigu gegn gjaldi fyrir íbúa hússins. 

Allar nánari upplýsingar gefa:
Kjartan Ísak Guðmundsson, löggiltur fasteignasali í síma 663 4392 eða kjartan@miklaborg.is

Ingimundur Ingimundarsson löggiltur fasteignasali í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is 

Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is

Fasteignin Hallgerðargata 9A

77.5 2 Herbergi 1 Stofur 1 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2020
Fermetraverð : 946,753 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 73.950.000
Þvottahús : Inni á baðherbergi

Nánari upplýsingar veitir:

Kjartan
Kjartan Ísak Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali, B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík

Kjartan er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá HR ásamt sveinsprófi í matreiðslu frá Hótel og matvælaskólanum. Starfsferill Kjartans er fjölbreyttur og hefur Kjartan m.a. starfað sem framkvæmdastjóri, vörumerkjastjóri, verkefnastjóri og matreiðslumaður. Kjartan er kvæntur og á tvö börn.

72.900.000 Kr.
Hafðu samband