Hafnarbraut 9 200
KópavogurLýsing
Miklaborg kynnir til sölu: Afar glæsilegt skrifstofu- eða þjónustuhúsnæði í nýlegu húsi við Hafnarbraut 9. Húsnæðið er arkitektahannað og ekkert sparað í efni og frágang. Stærð húsnæðisins er 137,6 fm þar af geymsla 17,0 fm, bílastæði í bílageymslu fylgir einnig. Húsnæðið skiptist í þrjú rúmgóð rými og baðherbergi. Verönd á baklóð og sérinngangur götumegin. Laust strax.
Húsnæðið er með aðkomu götumegin en þar er 16,4 fm sér verönd. Á baklóð eru 18,7 fm sér þaksvalir en útgangar þar er á tveimur stöðum.
Húsnæðið skiptist upp í móttökurými og til hliðar er lokað fundarherbergi stúkað af með gleri. Glæsilegt baðherbergi með innréttingu, stutuklefa en allt baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Símakrókur er stúkaður af með gleir inn af móttökurými. Innri rými sem snúa út í garð á baklóð eru tvö. Annað skiptist upp í glæsilegt eldhús en glerveggur stúkar af vinnurými inn af því. Hitt rýmið er opið vinnurými sem er rúmgott og eru bæði rýmin með vinnuastöðu fyrir 10-15 manns. Gólfefni eru teppi og flísar. Mikið hefur verið lagt í húsnæðið þar á meðal hljóðvist og annað. Í kjallara er 17 fm sér geymsla og bílastæði í bílastæðakjallara.
Einstök eign á rólegum stað en útsýni er til vesturs frá húsnæðinu.
Laust strax.
Allar nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is