Grensásvegur

Komið í sölu: 40 nýjar íbúðir í sölu við  Grensásveg 1b. Afhending í nóvember / desember 2023

Skoða verðlista

Húsin eru hönnuð af Archus og Rýma arkitektastofum. Archus sá einnig um alla innanhúshönnun og efnisval.

  • Allar innréttingar eru sérsmíðaðar
  • Innfelld LED lýsing á flestum stöðum í lofti og einnig í eldhúsinnréttingu að hluta
  • Svartur yfirfelldur eldhúsvaskur með svörtu blöndunartæki
  • Baðherbergi flísalögð með 60x60 cm flísum frá gólfi til lofts á 3 hliðar
  • Svalahandrið úr gleri
  • Gólfhiti í íbúðum
  • Glæsileg Bosch tæki í eldhúsi
  • Aukin lofthæð á fyrstu og efstu hæðum
Sjá allar eignir á Grensásveg
Silfursmári 3

Hér má sjá skilalýsingu fyrir Grensásveg

 

Sækja skilalýsingu
Svan Gunnar Guðlaugsson
Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

Ólafur Finnbogason
Ólafur Finnbogason
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Ólafur Finnbogason hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2002. Ólafur er menntaður grunnskólakennari og með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ólafur er giftur og á tvö börn. Ólafur er uppalinn Seltirningur en býr í Vesturbænum. Ólafur er mikill áhugamaður um skot- og stangveiði. Einnig hefur Ólafur þjálfað handbolta með hléum síðan 1991.

logo
Þröstur Þórhallsson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Þröstur hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 1996.Hann fékk löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali vorið 2000. Þröstur býr í Fossvoginum og er Víkingur en hann spilaði bæði fótbolta og handbolta með Víking á yngri árum, er giftur og á þrjú börn. Áhugamál eru íþróttir og útivera. Golf og skák eru í miklu uppáhaldi og þess má geta að Þröstur er stórmeistari í skák, fyrrverandi Íslandsmeistari og þrautreyndur landsliðsmaður.