Grandagarður 8 101

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Fallegt verslunar og veitingahúsnæði á eftirsóttum stað við höfnina í Reykjavík. Gengið er inn í húsnæðið frá Grandagarði að framanverðu en einnig er hægt að ganga inn frá austurhlið hússins sem er beint á móti höfninni en þar er líka útisvæði með stórum timburpalli.

Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg,is

Nánari lýsing: Komið er inn í flísalagt anddyri. Stór bar er fyrir miðju og til hliðar er veitingasalur og þar eru í dag bruggtæki en staðurinn er meðal annars þekktur fyrir að brugga sinn eigin bjór. Bak við barinn er fullbúið eldhús og kælar. Meðfram suðurhlið hússins er veitingasalur sem er með gluggum sem snúa út að bryggjunni og þar fyrir utan er útisvæði með stórum timburpalli. Staðurinn er fallega innréttur með vönduðum innréttingum. Húsnæðið hefur verið í leigu en leigusamningur er útrunninn og húsnæðið því laust til afhendingar fyrir kaupanda við kaupsamning. Öll tæki og búnaður sem er til staðar í húsnæðinu getur fylgt með í kaupunum.

Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is

Fasteignin Grandagarður 8

899.7 0 Herbergi - Stofur - Svefnherbergi - Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1947
Fermetraverð : 0 Kr/m²
Byggingargerð : Veitingahús
Fasteignamat : 348.850.000
Þvottahús : Sér

Nánari upplýsingar veitir:

throstur
Þröstur Þórhallsson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Þröstur hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 1996.Hann fékk löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali vorið 2000. Þröstur býr í Fossvoginum og er Víkingur en hann spilaði bæði fótbolta og handbolta með Víking á yngri árum, er giftur og á þrjú börn. Áhugamál eru íþróttir og útivera. Golf og skák eru í miklu uppáhaldi og þess má geta að Þröstur er stórmeistari í skák, fyrrverandi Íslandsmeistari og þrautreyndur landsliðsmaður.

0 Kr.
Hafðu samband