Geithamrar 3 112
ReykjavíkLýsing
Miklaborg og Jórunn lgf kynna: Geithamrar 3 Grafarvogi í Reykjavík.
Raðhús á einni hæð með palli (sjónvarpshol) að stærð 136,2 fm, með stórri verönd til suðurs, ásamt bílskúr sem er 28 fm og með góðu millilofti, samtals 164,2 fm. Húsið er byggt árið 1986 og er vel skipulagt, hannað af Ívari Eysteinssyni. Húsið er að mestu á einni hæð með millilofti með stórum þak gluggum. Eigin skipar: forstofu með hvítum frönskum hurðum inní húsið, sem setur mikinn svip á alrýmið. Hol sem leiðir þig í allar vistaverur eignar, 2. barnaherbergi og hjónaherbergi, baðherbergi, opið eldhús með þvottahúsi innaf og þaðan er útgengt til norðurs, glæsilegar stofur, bjartar með mikilli lofthæð, sem eru opnar inn í hol. Úr stofum er útgengt á rúmgóða verönd sem er steypt. Við húsið er makísa. Garðurinn sem er afgirtur, er með trjágróðri sem skapar notalega stemningu inn í húsið að sunnanverðu en norðan megin er hellulagður göngustígur og blandaður gróður. Í holi er stigi upp á milliloft en þar er sjónvarpsherbergi og eitt svefnherbergi í viðbót. Í sjónvarpsrýminu er stór þakgluggin sem hleypir birtu og stemningu inn í húsið. Bílskúrinn sendur í lengju á móti húsinu, í honum er gott geymslupláss á millipalli, einnig er í bílskúr, rafmagn, hiti og vatn. Um er að ræða mjög fallegt og vel skipulagt hús þar sem mikil lofthæð tekur á móti þegar inn er komið í fallegum björtu alrými. Góð staðsetning í Grafarvogi, þar sem hverfið er að verða nokkuð gróið. Skóli í nokkura metra fjarlægð.
PANTIÐ EINKASKOÐUN
Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lgf í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is
Húsið: hannað af Ívari Eysteinssyni árið 1986. Fjögurra húsa lengja 1-7 Aðkoman að húsi falleg, stór lóð sem tekur á móti við inngangin sem er norðan megin. Húsið er á einni hæð með millipalli. Einnig mjög falegur afgirtur garður til suðurs með steyptum palli. Á palli er makísa sem veitir mikið skjól.
Bílskúr: á móti húsi norðan megin 28 fm gólfflötur. Bílskúrinn er með millilofti. Í bílskúrnum er rafmagn, hann er upphitaður og þar er vatn.
Húsfélag: Ekki er virkt húsfélag og hafa eigendur komið sér saman um að hver og einn sér um sína eign.
Staðsetning: Hamrahverfi er orðið gróið hverfi og skjólgott. Skóli í göngufæri. Rólegt og gott hverfi þar sem stutt er í stofnbraut í allar áttir.
PANTIÐ EINKASKOÐUN.
Allar nánari upplýsingar veitir Jórunn lögg. fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 - 81 þúsund. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.