Opið hús: 07.07.2025, 17:00 - 07.07.2025, 17:30

Fannafold 63 112

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Fallegt og vel skipulagt parhús á tveimur hæðum. Eignin er skráð 150,7 fm þar af er íbúðarhlutinn 129,3 fm og bílskúr 21,4 fm. Gott svæði malbikað svæði að framanverðu tilheyrir íbúðinn þar á meðal bílastæði. Fasteignin getur verið laust tiltölulega fljótt.

Staðsett í grónu og friðsælum hluta Foldahverfis Grafarvogs.

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Nánari lýsing:

Efri hæð

Forstofa: Innangengt frá efri hæð. Flísalagt og með gópu skápaplássi.

Gestasnyrting: Flísalögð og með handlaug ofan á skápainnréttingu.

Eldhús: Flísalagt gólf. Falleg innrétting með nægu skápaplássi. Eyja með nægu vinnuplássi og hægt að sitja við. Uppþvottavél sem fylgir.

Sólstofa: Gengið inn í frá eldhúsi. Til stendur að skipta út gleri þar.

Stofa: Mjög björt með háum glugga á enda hliðinni og fögru útsýni til suðurs. Mikil lofthæð og parket á gólfi.

Bílskúr: Hurðaopnari á bílskúrshurð, milliloft, rennandi vatn, skolvaskur o.fl.

Neðri hæð:

Sjónvarpshol: Rúmgott hol með parket á gólfi.

Svefnherbergi: Tvö herbergi með parket á gólfum, annað þeirra með fataherbergi.

Baðherbergi: Stílhreint með fallegri innréttingu og flísum á gólfi og veggjum. Sturta og opnanlegt fag.

Þvottahús: Með skolvaski og handklæðaofni. Flísalagt gólf.

Útgengt er út á sameiginlegan pall og þaðan út í stóran fallegan garð sem snýr í suður. Frábært heimili fyrir litla fjölskyldu.

Að sögn seljanda var skipt um þakjárn árið 2012, skipt um gluggapósta á síðasta ári og einnig skipt út gler sem þörfnuðust endurnýjunnar.

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Fasteignin Fannafold 63

150.7 3 Herbergi 1 Stofur 2 Svefnherbergi 2 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1985
Fermetraverð : 796.284 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 90.250.000
Þvottahús : Sér

Nánari upplýsingar veitir:

jr1
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur áratuga reynslu í sölu og markaðssetningu og hefur starfað við sölu fasteigna í 20 ár þar sem fjöldi aðila hefur leitað til hans vegna sölu á öllum tegundum fasteigna. Hann er áreiðanlegur, ávallt til taks, og leggur sig fram við að tryggja viðskiptavinum sínum besta verð fyrir eignir þeirra. Með bakgrunn í sölu- og markaðsstörfum, auk reynslu sem matsmaður fyrir íslenskum sem erlendum dómstólum má segja að Jón hafi puttan á púlsinum. Jón Rafn er sérfræðingur í sölu sérbýla og stærri eigna.

695-5520
120.000.000 Kr.
Hafðu samband