Fagurgerði 6 800

Selfoss

Lýsing

Miklaborg kynnir: Einbýlishúsið Fagurgerði 6, 800 Selfossi. Eignin er 152,4 fm einbýlishús og 63,1 fm bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, forstofuherbergi með salerni, eldhús, borstofu, stofu, arinstofu, hol, þvottahús, baðherbergi og þrjú góð barnanherbergi á svefnherbergisgangi.

Bókaðu skoðun hjá

Óskari Sæmann í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is

Nánari lýsing

Komið er forstofu með flísum á gólfi. Eldhús með flísum á gólfi, nýlegri innréttingu úr hnotu með ofni og örbylgjuofni í vinnuhæð, innbyggðri uppþvottavél, helluborði með háf fyrir ofan. Inni í eldhúsi er pláss fyrir setkrók. Borstofa með parketi á gólfi og tveimur gólfsíðum gluggum sem skapa fallega byrtu. Stofa með parketi á gólfi og stórum glugga til suðurs út í stóran garð með palli. Arinstofa með parketi á gólfi og fallegum steyptum arni. Hol með flísum á gólfi og útgengi á góðan sólpall til suðurs. Þvottahús með flísum á gólfi hvítri innréttingu með plássi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og vask, útgengi er úr þvottahúsi út í garð. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta, innréttingu með vask og speglaskáp, upphengt salerni, baðkar með sturtuaðstöðu. Barnaherbergin eru þrjú á herbergjagangi öll með parketi á gólfi. Hjónaherbergi er við forstofu með parketi á gólfi, góðum fataskápum og salerni. Bílskúr er tvískiptur, annarsvegar bílskúr með innkeyrslu og gönguhurð, lítlu geymslu lofti, rafmagni og heitu og köldu vatni. og svo geymsla þar sem er gönguhurð. Í garði er búið að reisa ca 25 fm sólskála á steyptum grunni.

Nánari upplýsingar veitir

Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is

Fasteignin Fagurgerði 6

215.5 5 Herbergi - Stofur - Svefnherbergi - Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1965
Fermetraverð : 454.756 Kr/m²
Byggingargerð : Einbýlishús
Fasteignamat : 84.500.000
Þvottahús : Sér

Nánari upplýsingar veitir:

sss
Óskar Sæmann Axelsson
Löggiltur fasteignasali

Óskar er með sveins- og meistararéttindi í bílamálun og hefur unnið í kring um bílageirann frá árinu 2001. Árið 2020 skipti svo Óskar um ham og fór í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala og réð sig í vinnu hjá Mikluborg. Óskar sleit barnaskónum í vesturbæ Reykjavíkur og er sjóðheitur KR-ingur og golfari. Óskar er giftur þriggja barna faðir og býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ.

691-2312
98.000.000 Kr.
Hafðu samband