Espigerði 2 108

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Glæsileg og björt 3ja - 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum í Espigerði 2 í Reykjavík. Mikið og flott útsýni til vesturs og austurs af tvennum svölum sem íbúðin hefur. Húsinu hefur verið vel við haldið og er aðkoma og sameign öll mjög snyrtileg og flott. Lyfta er í húsinu.

Eign sem vert er að skoða.

Bókið skoðun hjá Ingimundi, lögg. fasteignasali í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is

Nánari lýsing

Eigninn skptist eftirfarandi :

6. hæð 61,9 fm

Forstofa: Gengið er inn í opið og rúmgott rými, nýlegt parket á gólfi.

Fataherbergi/geymsla: Nýtt í dag sem fataherbergi fyrir yfirhafnir o.fl.

Gestasnyrting: Flísar á gólfi og veggjum að hluta.

Stofa: Rúmgóð og björt með gluggum til vesturs, nýlegt parket á gólfi.
Borðstofa: Björt, nýlegt parket á gólfi, gengið út á góðar svalir til vesturs með flottu útsýni.

Eldhús: Snyrtilegt með upprunalegri innréttingu, ofnasamstæða í vinnuhæð. Uppþvottavél. Nýlegt parket á gólfi.

7. hæð 64,9 fm

Sjónvarpshol/fjölskyldurými: Harðparket á gólfi. Þaðan er gengið inn í svefnherbergi.

Svefnherbergi: Harðparket á gólfi. Skv. upprunalegri teikningu er þetta tvö herbergi en búið er að opna á milli og í dag nýtt sem eitt rúmgott og bjart herbergi. Einfalt að breyta til baka. Gluggar til vesturs.

Gangur: Harðparket á gólfi, gott skápapláss.

Þvottaherbergi: Flísar á gólfi, innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.

Baðherbergi: Flott nýleg innrétting, upphengt salerni og inngengt í sturtu. Flísar á gólfi og veggjum.

Hjónaherbergi: Rúmgott með fataskáp, harðparket á gólfi, útgengt út á svalir til austurs.

Geymsla á jarðhæð 6,1 fm

Sameignin er virkilega snyrtileg og hefur verið hugsað vel um hana. Þar er að finna:

Þottarými með sameiginlegum þvottavélum og þurrkara.

Hjóla og vagnageymsla.

Bjart og flott leikherbergi með góðum gluggum og snyrtingu.

Gott bílaplan þar sem búið er að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla.

Þetta er virkilega björt og vel staðsett 3ja - 4ra herbergja eign, samtals 132,9 fm, miðsvæðis í Reykjavík í göngufæri við helstu verslun og þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir:

Ingimundur Ingimundarsson lögg. fasteignasali í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is

Fasteignin Espigerði 2

132.9 4 Herbergi 1 Stofur 2 Svefnherbergi 2 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1974
Fermetraverð : 734,091 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 82.700.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

diddi 2
Ingimundur Kristján Ingimundarson
Löggiltur fasteigna- og skipasali

Í löggildingarnámi

96.900.000 Kr.
Hafðu samband