Englendingavík: fasteignir og rekstur 310
BorgarnesLýsing
Miklaborg kynnir Englendingavík; fasteignir og rekstur veitinga- og gistihússins í Englendingavík í Borgarnensi. Um er að ræða Skúlagötu 17 sem er 379,7 m2 og hýsir veitingastað og gistihús, ásamt Gömlu Pakkhúsunum tveimur, sem eru 114,8 m2 og 146,5 m2 og Skúlagötu 17 a , sem er 137,4 m2. Þar er rekin heimagisting. Öll húsin hafa verið gerð upp á afar smekklegan máta þar sem upprunalegir innviðir hafa verið látnir halda sér að talsverðu leyti.
Náttúrufegurð í Englendingavík og staðsetning fram við voginn gera staðinn einstakan. Miklir möguleikar á frekari uppbyggingu á ferðatengdri þjónustu og aukningu gistirýmis.
Leitið upplýsinga hjá Friðrik í s. 616 1313
Nánari lýsing: Allar byggingar að Skúlagötu 17 og 17 a hafa verið endurbyggðar og klæddar áli og báru. Upprunalegur stíll innviða hefur verið látinn halda sér að talsverðu leyti þar sem burðarbitar eru sýnilegir og furuborð eða gólffjalir eru á gólfum. Nánar er um að ræða:
Skúlagata 17, F 2111699. Samamstendur af efra húsi á 2 hæðum og neðra húsi á einni hæð. Heilarstærð 379,7 m2. Í neðra húsinu sem er 153,5 m2, er veitingastaður á 2 pöllum með stóru fullbúnu eldhúsi, fullbúnum bar og minna eldhúsi þar inn af, ásamt 2 stórum sólpöllum / úti veitingaaðstöðu. Efra húsið er 226.2 m2. Þar eru 5 gistiherbergj, þ.a. eitt með sér inngangi á neðri hæð og 4 herbergi á efri hæð. Eitt herbergjanna er með aukaherbergi. Öll með sér baðherbergjum.
Gömlu pakkhúsin: eru tvö, sérlega falleg og standa sunnan og austan við veitingastaðinn. Bæði byggð 1890, sem og önnur hús Skúlagötu 17 og 17 a skv. skráningum. Þau hafa einnig verið endurbyggð í upprunalegum stíl þar sem burðarbitar og gólffjalir halda sér. Efra pakkhúsið er í heildina 114,8 m2 að stærð, en 47,4 m2 að grunnfleti. . Hæð, ris og geymslukjallari. Þar er rekið brúðusafn í dag. Neðra pakkhúsið er 146,5 m2 að stærð á 2 hæðum. Grunnflötur 78,4 m2 . Það hefur verið rekið sem hluti af veitingarekstri en einnig sem íbúðarhús
Skúlagata 17a, F2111702 . Stærð er samtals 137,4 fm. Timburhús, klætt með báru. Húsið er á 2 hæðum og rekið sem heimagisting með 5 herbergjum, sem deila sameiginlegu eldhúsi og 4 baðherbergjum.
Um er að ræða rótgróinn rekstur við Englendingavík í Borgarnesi sem hefur upp á afar mikla sérstöðu og náttúrufegurð að bjóða. Húsnæðið býður jafnframt upp á enn frekari tækifæri til frekari uppbyggingar ferðaþjónustu á svæðinu. Eignirnar seljast ásamt öllum áhöldum og tækjum sem tilheyra rekstrinum.
Allar frekari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg. fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is