Eirhöfði 7a (204) 110

Reykjavík

Lýsing

Pantið einkaskoðun hjá Jóni Rafn fasteignasala í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Kíktu í heimsókn hér https://eirhofdi.is/syningaribudir/

Miklaborg kynnir: Íbúð 204 er 2ja herbergja vel skipulögð íbúð á 2. hæð með svölum. Hlýlegt heimili með sérsmíðuðum Voké-III innréttingum, flísalögðu anddyri og baðherbergi.  Miele eldhústæki fylgja (ofn, span-helluborð). GROHE tæki eru á baði og í eldhúsi. Stílhrein hönnun og vönduð gæði.  Íbúðin er með vélrænni loftræstingu. Litaþema íbúðar er Snjór. Íbúðin afhendist fullbúin án megin gólfefna. https://eirhofdi.is/syningaribudir/

Ártúnshöfði er eitt mest spennandi nýbyggingarsvæði Reykjavíkur, þar sem nútímalegar íbúðir og framúrskarandi staðsetning sameinast. Fyrsti áfanginn, Hamarinn, býður upp á fjölbreyttar íbúðir sem henta bæði einstaklingum og fjölskyldum. Ekki skemmir fyrir að útsýnið er með því besta sem hverfi innan Reykjavíkur býður upp á með fallegri sýn yfir borgina og sólarlag í vestur.

Hér er allt innan seilingar – fallegar gönguleiðir, góð þjónusta og frábær tenging við borgina. Hverfið sameinar þægindi og lífsgæði og verður fljótt eitt eftirsóttasta svæði borgarinnar.

Tryggðu þér heimili í þessu einstaka hverfi – fullkominn staður fyrir framtíðina!

(Myndir á vefnum eru dæmi um útlit eignarinnar en endurspegla ekki alltaf nákvæmlega auglýsta eign.)

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

NÁNARI LÝSING:
Forstofa: er með með fataskáp sem nær upp í loft.
Svefnherbergi: Með fataskáp er nær upp í loft. Rúmlega 12 fm að stærð.
Eldhús: Opið með eldunareyju og tengist við stofu. Falleg sérsmiðuð innrétting. Eldhús skilast með veggofni og span-helluborði. Tæki eru frá Miele.
Stofa/alrými: Björt og með útgengi á suður svalir.

Vinnurými: Afstúkað á bak við eldhús og nýtist vel sem skrifstofa t.d.
Baðherbergi: Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta. Sturta með Unidrain línurist og sturtugleri. Vegghengd salernisskál frá GROHE m. mjúklokandi setu. Öll blöndunartæki ásamt handlaug sem situr ofan á borðplötu frá GROHE. Skápainnrétting fyrir þvottavél.

Geymsla: er 6,2 fm

Nánari upplýsingar veita

Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Svan Gunnar Guðlaugsson í síma 697-9300 eða svan@miklaborg.is

Gabriel Máni Hallsson í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is

Íris Arna Geirsdóttir í síma 770-0500 eða iris@miklaborg.is

Stefán Jóhann Stefánsson í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is

Steinn Andri Viðarsson í síma 775-1477 eða steinn@miklaborg.is

Fasteignin Eirhöfði 7a (204)

68.6 2 Herbergi 1 Stofur 1 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2024
Fermetraverð : 983.965 Kr/m²
Byggingargerð : Fjölbýlishús
Fasteignamat :
Þvottahús : Inni á baðherbergi

Nánari upplýsingar veitir:

jr1
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali

Jón Rafn hefur áratuga reynslu í sölu og markaðssetningu og hefur starfað við sölu fasteigna í 20 ár þar sem fjöldi aðila hefur leitað til hans vegna sölu á öllum tegundum fasteigna. Hann er áreiðanlegur, ávallt til taks, og leggur sig fram við að tryggja viðskiptavinum sínum besta verð fyrir eignir þeirra. Með bakgrunn í sölu- og markaðsstörfum, auk reynslu sem matsmaður fyrir íslenskum sem erlendum dómstólum má segja að Jón hafi puttan á púlsinum. Jón Rafn er sérfræðingur í sölu sérbýla og stærri eigna.

695-5520
67.500.000 Kr.
Hafðu samband