Egilsstaðir 1 803
VillingaholtLýsing
Miklaborg kynnir:
Einstakt tækifæri : MÖGULEIKI Á SKIPTI Á EIGN Á SELFOSSI - LÆKKAÐ VERÐ
Til sölu jörð stutt frá Selfossi sem býður uppá ótal marga möguleika tengda hestum, ferðaþjónustu og veiði. Óskert útsýni yfir Þjórsá, góð staðsetning, mjög góður húsakostur og mjög gott landbúnaðarland, laxveiðiréttindi og önnur hlunnindi, deiliskipulag liggur fyrir.
Jörðin er 147,3 ha að stærð og liggur á bökkum Þjórsár. Stutt í skóla og leikskóla.
Á jörðinni er gamalt en mikið endurnýjað íbúðarhús auk þriggja sumarbústaða til útleigu. Einnig er frábær húsakostur til rekstrar hestatengdrar ferðaþjónustu, en slík er á staðnum og hefur verið í fullum rekstri sl. sumur. Að auki eru fleiri útihús.
Jörðin býður uppá fjölmarga möguleika tengdir hestum, ferðaþjónustu og veiði. Laxveiðiréttindi í Þjórsá, 2 net og tvær stangir - heillandi náttúra í kring, deiliskipulag fyrir fleiri sumarbústaði og annað íbúðarhús liggur fyrir Jörðin hentar einnig til landbúnaðar, 16 ha eru ræktað land en annað er aðallega grasgefið mólendi, frábær hagabeit, vatn í öllum hólfum og mikið girt.
Um er ræða tæp 150 ha jörð á bökkum Þjórsár, þar af eru 16 ha ræktað land, þar af 3 ha nýrækt. Annars er aðallega um mólendi að ræða. Landið liggur meðfram Þjórsá og afmarkast að stórum hluta með Urriðafossvegi nr. 302, en að öðru leyti með girðingum eða skurðum. Jörðinni fylgja veiðiréttindi í Þjórsá og eru þar helst lax og sjóbirting að finna. Einnig er sandnáma á jörðinni, en hún er í sameign með öðrum jörðum. Jörðin er lögbýli. Íbúðarhús: Um er að ræða íbúð 164 m2. Húsið er úr timbri á steyptum sökkli, mikið endurnýjað upp úr 2003, m.a. vatnslagnir, rotþró og rafmagnsstofn. Húsið hefur verið haldið vel við síðan þá. Ljósleiðaratenging er fyrir hendi. Þakið var endurnýjað árið 2019. Húsið skiptist í forstofu,, flísalagt baðherbergi með baðkari, eldhús með nýlegum tækjum, parketlagða stofu og herbergi. Efri hæði: tvö herbergi. Á millihæð er dúklagt og panilklætt þvottahús og er þar bakinngangur, en á neðri hæð er parketlagt hol, tvö teppalögð herbergi, baðherbergi með sturtu og nýlegur glerskáli og nýlegur rúmlega 20 m2 stóran pall
Fyrir liggur fullunnið og samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir nýtt íbúðarhús og fjórum frístundahúsum alls að 120 m2 hvert ásamt aukahúsi 30 m2 að stærð. Einnig er gert ráð fyrir reiðskemmu, skeiðvelli og reiðstígum. Nánari upplýsingar sendast áhugasömum. dungal@miklaborg.is, jon@miklaborg.is, vidar@miklaborg.is og christiane@simnet.is