Dugguvogur 8 104

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir til sölu glæsilega íbúð í fjölbýlishúsi byggt 2020 að Dugguvogi 8 í Vogabyggð. Um er að ræða 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í fallegu fjölbýlishúsi með sérmerktu stæði í bílakjallara. Eignin skipar 1 svefnherbergi, baðherbergi með þvottaastöðu, hol, eldhús, stofu með útgengi á 5,4 fm svalir. Eigninni fylgir rúmgóð geymsla í kjallara 12,2 fm að stærð. Vogabyggð er hverfi í uppbyggingu þar sem eldra iðnaðarhverfi víkur fyrir nútímalegri byggð fjölbýlishúsa.

Bókið skoðun hjá Gabriel Mána Hallssyni löggiltum fasteignasala í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is

Nánari lýsing: 
Forstofa með fallegum skápum til lofts í dökkum viðarlit og harðparketi á gólfi.
Eldhús með hvítri innréttingu með dökkum efri skápum. Í innræettingu eru tæki og búnaður frá Electolux, keramik helluborð, blástursofn, innbyggður ísskápur og uppþvottavél.
Stofan er björt og opin inn í eldhús. Harðparket á gólfi.  Gengið er út á skjólgóðar svalir sem snúa til vesturs.
Svefnherbergið er með stórum hvítum fataskáp og harðparketi á gólfi. 
Baðherbergið er með innréttingu undir og við handlaug, sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni og flísum á gólfi og veggjum að hluta.
Þvottaaðstaða er inn á baðherbergi.
Sérgeymsla er  í kjallara, alls 12,2 fermetrar.
Sér bílastæði merkt E18 í bílakjallara. 
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg í kjallara.

Hér er um að ræða skjólsæla perlu á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við hafið og náttúruna. Hjóla- og göngustígar liggja rétt hjá meðfram ströndinni sem og upp í Elliðaárdal. Einnig er Laugardalurinn innan seilingar.

Allar nánari upplýsingar veitir Gabriel Máni Hallsson löggiltur fateignasali í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is

Fasteignin Dugguvogur 8

66.9 2 Herbergi 1 Stofur 1 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2020
Fermetraverð : 925.262 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 62.250.000
Þvottahús : Inni á baðherbergi

Nánari upplýsingar veitir:

gabriel
Gabriel Máni Hallsson
Löggiltur fasteigna- & skipasali og B.Sc. í viðskiptafræði

Gabriel Máni hóf störf hjá okkur veturinn 2023. Hann hefur víðamikla reynslu úr sölu og stjórnunarstörfum en hann hefur einnig starfað sem stuðningsfulltrúi fyrir fatlaða. Hann lauk námi til löggildingar fasteigna- og skipasala vorið 2024 en er einnig með Bs.c. gráðu í viðskiptafræði hjá Háskóla Íslands. Gabriel er uppalinn í Fossvogi og æfði knattspyrnu með Víking Reykjavík á yngri árum. Helstu áhugamál hans eru boltaíþróttir og ferðalög. 

61.900.000 Kr.
Hafðu samband