Daggarvellir 4A 221

Hafnarfjörður

Lýsing

Miklaborg kynnir: Bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 3.hæð við Daggarvelli 4A í Hafnarfirði. Íbúðin er 78,2 fermetrar með sérmerktu stæði í bílageymslu, sér 5,4 fm geymslu í kjallara sem er ekki innan skráðra fermetra og 10,1 fm svalir sem snúa í hásuður.

Bókið skoðun hjá Gabriel Mána Hallssyni löggiltum fasteignasala í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is

Nánari lýsing:

Forstofa: Með dökkum skápum til lofts og flísum á gólfi.

Eldhús: Með dökkum viðarinnréttingum, ljósri borðplötu og ljósar flísar milli efri og neðri skápa. Parket á gólfi.

Stofa: Björt og opin með stórum gluggum, útgengt á sólríkar svalir sem snúa í hásuður.

Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum fataskápum til lofts. Parket á gólfi.

Svefnherbergi: Parket á gólfi.

Baðherbergi: Ljósar flísar á gólfi og veggjum, hvítar innréttingar. Innfellt baðkar með sturtu.

Þvottahús: Sér innan íbúðar með flísum á gólfi og glugga með opnanlegu fagi.

Geymsla: Sérmerkt geymsla í kjallara hússins. Í sameign er einnig hjóla- og vagnageymsla.

Stæði: Sérmerkt bílastæði í bílakjallara.

Um er að ræða bjarta og vel skipulagða íbúð á frábærum stað í Vallarhverfinu þar sem stutt er í gunnskóla, leikskóla, verslun, íþróttasvæði, líkamsrækt, aðra þjónustu og út í náttúruna.

Nánari upplýsingar veitir Gabriel Máni Hallsson löggiltur fasteignasali í síma 7722661 eða gabriel@miklaborg.is

Fasteignin Daggarvellir 4A

78.2 3 Herbergi 1 Stofur 2 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2004
Fermetraverð : 765.985 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 59.750.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

gabriel
Gabriel Máni Hallsson
Löggiltur fasteigna- & skipasali og B.Sc. í viðskiptafræði

Gabriel Máni hóf störf hjá okkur veturinn 2023. Hann hefur víðamikla reynslu úr sölu og stjórnunarstörfum en hann hefur einnig starfað sem stuðningsfulltrúi fyrir fatlaða. Hann lauk námi til löggildingar fasteigna- og skipasala vorið 2024 en er einnig með Bs.c. gráðu í viðskiptafræði hjá Háskóla Íslands. Gabriel er uppalinn í Fossvogi og æfði knattspyrnu með Víking Reykjavík á yngri árum. Helstu áhugamál hans eru boltaíþróttir og ferðalög. 

59.900.000 Kr.
Hafðu samband