Bogabraut 963A 262
ÁsbrúLýsing
***Bókið skoðun***
Miklaborg fasteignasala kynnir:
Bjarta, rúmgóða og vel skipulagða þriggja herbergja á 3. og efstu hæð við Bogabraut 963A, 262 Reykjanesbæ. Íbúðin og húsið allt var mikið endurnýjað árið 2019. Merkt bílastæði og uppsettir staurar fyrir rafmagnshleðslu.
Íbúðin er merkt 301 og er skráð stærð hennar 92,2fm henni fylgir 3,6fm merkt geymsla. Samtals stærð 95.8fm
Nánari upplýsingar veitir Sæþór í gegnum netfangið saethor@miklaborg.is eða í síma 855-5550
Nánari lýsing
Forstofa er með parketi á gólfi, lítið rými er inn af forstofu sem hugsað er fyrir skófatnað og útiföt.
Eldhús er með parketi á gólfi, hvítri innréttingu með helluborði, ofni, vitu, innbyggðum ískáp og uppþvottavél.
Stofa/hol er rúmgott rými með parketi á gólfi. Útgengt er þaðan út á snyrtilegar svalir.
Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð og snyrtileg, fataskápur er innbyggður í herbergjum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta til. Hvít innrétting og baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottaaðstaða er á hverri hæð og er sameiginleg fyrir íbúðirnar á hæðinni.
Merkt geymsla er í sameign.
Sérmerkt bílastæði fylgir eign og uppsettir staurar fyrir rafmagnshleðslustöð.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.