Birkilundur 14 311

Hálsahreppur

Lýsing

Miklaborg kynnir: Sérlega fallegt sumarhús, sem samanstendur af 3 húseiningum; sumarhúsi, gestahúsi og áhaldageymslu/bílskúr, við Birkilund 14 í Húsafelli. Húsin eru samtals 92,6 m2 auk 22,6 m2 svefnlofts í aðalhúsi, eða samtals 115,2 m2. Að auki eru tæplega 30 m2 óskráðir fermetrar í kjallara áhaldageymslu. 3-4 svefnherbergi auk svefnlofts. Eign hefur fengið sérlega gott viðhald og er góðu ástandi og vel staðsett á þessum vinsæla sumarhúsastað

Aflið upplýsinga hjá Friðrik í s. 616 1313

Sumarhúsið sjálft er timburhús 45,0 m2 að grunnfleti auk 22,6 m2 svefnlofts. Á neðri hæð eru 2 svefnherbergi, alrými með eldhúsinnréttingu og uppgert baðherbergi með sturtu og handklæðaofni., Svefnloft er á efri hæð er með glugga á gafli og hálf opið inn í alrými.

Gestahús er 16,7 m2 úr timbri með einu svefnrými og setustofu í stúdíórými. Áhaldahús / bílskúr er úr timbri á steyptum grunni / kjallara. Steypt lakkað gólf er bæði á efri hæð og í kjallara. Efri hæðin er skráð 30.9 m2 og er með stórri innkeyrsluhurð og inn af alrýminu eru snyrting með sturtu og þvottahús. Kjallari er með fullri lofthæð og nálægt 30 m2 að stærð. Hann er ekki inni í skráðum fermetrum. Að auki er á lóðinni lítil óskráð áhaldageymsla úr timbri..

Gólfefni í sumarhúsinu og gestahúsinu er harðparket.

Húsið hefur fengið mjög gott viðhald og eldhús og baðherbergi hafa verið endurnýjuð.

Allt umhverfi hússins er afar snyrtilegt og er rúmlega 29,6 m2 verönd við húsið. Útisvæði milli húsa er hellulagt og er gengið niður á grasflöt / útileiksvæði bæði af hellulagðri stétt og verönd. Við leiksvæði er hellulagt grill-0 og útivistarsvæði.

Afar glæsileg eign á friðsælum og eftirsóttum stað í Húsafelli

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg. fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is

Fasteignin Birkilundur 14

92.6 3 Herbergi 1 Stofur 4 Svefnherbergi 2 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2018
Fermetraverð : 799.136 Kr/m²
Byggingargerð : Sumarbústaður
Fasteignamat : 46.400.000
Þvottahús : Sér

Nánari upplýsingar veitir:

frikki
Friðrik Þ. Stefánsson
Lögmaður og löggiltur fasteignasali

Friðrik hefur víðtæka reynslu af rekstri, stjórnun og fjármálum, bæði í einkageiranum i og úr dómskerfinu og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður 1988. Friðrik er uppalinn vesturbæingur. Hann er giftur og á einn uppkominn son. Áhugamál eru fjallaferðir, skot- og stangveiði og flest annað það sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða.

74.000.000 Kr.
Hafðu samband