Opið hús: 23.09.2025, 17:30 - 23.09.2025, 18:00

Ásholt 20 105

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: 124,6 m2 raðhús á 2 hæðum miðsvæðis í Reykjavík. Þar af er íbúðin sjálf 118.6 m2 og sér geymsla í kjallara 6.0 m2. Í húsinu eru 3 svefnherbergi. 2 snyrtingar. Kortkflísar á gólfum. Bílastæði í lokaðri bílageymslu. Húsið er að mestu upprunalegt að innan og hefur fengið gott viðhald að utan. Barnvænn lokaður garður með leiktækjum í sameign er við húsið.

Leitið upplýsinga hjá Friðrik í s. 616 1313

NÁNARI LÝSING: Komið er inn í forstofu með fataskápum. Gestasnyrting þar inn af. Gengið áfram inn í alrými með stórum samliggjandi stofum með sólskála og viðarstiga upp á efri hæð. Úr stofu er gengið út á suðursvalir. Eldhús er á neðri hæðinni. Innrétting er úr hvítu og beyki og hafa uppþvottavél og eldavél verið endurnýjaðar. Korkflísar eru á gólfum neðri hæðar nema á gestasnyrtingu. Þar eru flisar.

Gengið upp á efri hæð um furustiga. Komið upp á stigapall / hol sem leiðir inn í svefnherbergin þrjú. Stærst er hjónaherbergi með góðum skápum og tvö minni svefnherbergi. Holið nýtist vel sem sjónvarpsrými. Flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtu. Gólfefni á hæðinni er korkflísar en flísar á baði. Bílastæði og geymsla eru í lokuðum bílakjallara. Þar er einnig sameiginleg þvottaaðstaða fyrir íbúa með öfliugri þvottavél og þurrkara í eigu húsfélags.

Íbúðin er að mestu upprunaleg. Neðri hæð var máluð að miklu leyti 2024. Ytra byrði hússins hefur fengið þó nokkuð viðkald. Skipt var um járn á þaki 2024 og húsið málað 2018. Sólstofa var endurnýjuð 2010 ásamt nokkrum glerjum í svefnherbergjum árið 2024. Stór lokaður barnvænn garður með leiktækjum er í sameign við húsið.

Allar nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg. fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is

Fasteignin Ásholt 20

124.6 4 Herbergi 1 Stofur 3 Svefnherbergi 2 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1990
Fermetraverð : 834.671 Kr/m²
Byggingargerð : Raðhús
Fasteignamat : 96.950.000
Þvottahús : Sameiginlegt í kjallara

Nánari upplýsingar veitir:

frikki
Friðrik Þ. Stefánsson
Lögmaður og löggiltur fasteignasali

Friðrik hefur víðtæka reynslu af rekstri, stjórnun og fjármálum, bæði í einkageiranum i og úr dómskerfinu og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður 1988. Friðrik er uppalinn vesturbæingur. Hann er giftur og á einn uppkominn son. Áhugamál eru fjallaferðir, skot- og stangveiði og flest annað það sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða.

104.000.000 Kr.
Hafðu samband