Áshamar 56

Húsin við Áshamar 56, sem nú eru komin í sölu, eru þrjár einingar sem tengjast með svalagöngum. Stiga- / lyftuhús er lokuð upphituð eining sem liggur miðlægt og inngangar eru frá aðkomugötu og garði, þannig verða tengsl við garðsvæðið mjög góð. Svalagangar liggja frá stigahúsi meðfram tveimur vestureiningum. Frá þeim eru "brúartengsl" til austurs yfir í hinar tvær húseiningar íbúðaklasans.
Íbúðirnar eru vel skipulagðar og bjartar 3ja til 5 herbergja íbúðir í þremur glæsilegum fjölbýlishúsum á fallegum og rólegum stað í hinu eftirsóknarverða Hamraneshverfi í Hafnarfirði.
Um er að ræða nýtt hverfi í örum vexti þar sem lögð er rík áhersla á vandað skipulag, nálægð við skóla, leikskóla og fjölbreytt útivistarsvæði. Ný Ásvallabraut tengir hverfið beint við stofnæðar og tryggir greiðar samgöngur í allar áttir.
-
Flestar íbúðir uppfylla skilyrði fyrir hlutdeildarlán hjá HMS – kjörið tækifæri fyrir fyrstu kaupendur.
-
Íbúðir eru fullbúnar án megingólfefna – gefur kaupanda frelsi til að velja gólfefni eftir eigin smekk.
-
Gólfhiti í öllum rýmum – jafnvægi og þægindi í húsnæðinu.
-
Áætluð afhending í október/nóvember 2025.