Strandvegur 11 210

Garðabær

Lýsing

Miklaborg kynnir nýtt í einkasölu: Sérstaklega vel skipulögð og opin 4ra herbergja íbúð í góðu lyftuhúsi. Glæsilegt óhindrað útsýni til sjávar, yfir Álftanes, Arnarvog, Reykjavík, Snæfellsjökul og víðar. Íbúðin er á jarðhæð götumegin en annarri hæð sjávarmegin. Eignin telur: Stórt opið stofu og eldhúsrými með útgengi á verönd, 2-3 svefnherbergi, baðherbergi, sér þvottahús ásamt geymslu. Gott stæði fylgir í snyrtilegri lokaðri og upphitaðri bílageymslu.

Bókaðu skoðun hjá Atla fasteignasala í síma 899-1178 eða atli@miklaborg.is

Nánari lýsing: Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum fataskáp. Stofa, borðstofa og eldhús mynda saman stórt og opið alrými í einstöku umhverfi. Útgengt er úr stofu á stóra suður/vestur timburverönd með mikla möguleika. Í eldhúsi er fín innrétting með stein á borðum og vönduðum tækjum. Sjónvarpshol / herbergi er innaf stofu, hæglega má nýta rýmið sem svefnherbergi. Hjónaherbergi er stórt og parketlagt með góðum fataskáp. Barnaherbergi er parketlagt með góðum fataskáp. Baðherbergið er rúmgott og flísalagt með veglegri innréttingu og stein á borð, sturtu og vegghengdu salerni. Þvottahús er flísalagt innan íbúðar með innréttingu og skolvask. Í snyrtilegri sameign fylgir hjóla og vagnageymsla, geymsla og stæði í bílageymslu. Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega.

Þetta er falleg og vel skipulögð eign við sjávarsíðuna Sjálandi Garðabæ.

Bókaðu skoðun hjá Atla fasteignasala í síma 899-1178 eða atli@miklaborg.is

Fasteignin Strandvegur 11

119.8 3 Herbergi 1 Stofur 3 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2004
Fermetraverð : 906,723 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 95.350.000
Þvottahús : Sameiginlegt á hæð

Nánari upplýsingar veitir:

Atli S. Sivarðsson
Atli S. Sigvarðsson
Löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari

Atli hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2005.

107.900.000 Kr.
Hafðu samband