Bogahlíð 4 105

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg og Jón Rafn fasteignasali kynna: Falleg, björt og vel skipulögð 3-4ra herbergja íbúð í mjög góðu og eftirsóttu húsi við Bogahlíð 4 í Hlíðunum. Íbúðinni fylgir sér bílastæði í lokuðum bílakjallara hússins og var byggt árið 1994. Sex íbúðir eru í stigahúsinu.

Lýsing eignar:

Forstofa: Flísar á gólfi og fallegur fataskápur.
Eldhús: Innrétting og tæki eru upprunaleg, flísar á gólfi.
Borðstofa: opin við eldhús, parket á gólfi, bjart rými.
Setustofa: mjög rúmgóð og björt setustofa, parket á gólfi, setustofan er opin við borðstofu, útgengt á hellulagðar svalir sem snúa í suð suð vestur. 
Svefnherbergi 1: rúmgott herbergi, parket á gólfi, fataskápar.
Svefnherbergi 2: einnig rúmgott herbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi: flísar á veggjum og gólfi, viðarinnrétting, mikið skápapláss, flísalagður sturtuklefi með hlöðnum vegg, gluggar með opnanlegu fagi.
Þvottahús: innan íbúðar, flísar á gólfi, góð innrétting, tengi fyrir vélar.

Íbúðinni fylgir rúmgóð sérgeymsla í kjallara hússins. Hjólageymsla er einnig í kjallara hússins svo og sérmerkt bílastæði. 
Sameiginleg geymsla fyrir stigahús. Einnig sér rými fyrr dekk þar sem sorpgeymslan er. Sameign er mjög snyrtileg og garður við húsið fallegur en hann hefur m.a. hlotið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg.

Falleg íbúð á mjög eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni, stutt í skóla, leikskóla og alla helstu verslun og þjónustu - Kringlan í næsta nágrenni - Öskjuhlíðin og fallegar gönguleiðir þaðan til austurs og vesturs, göngufæri við miðborgina.

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Fasteignin Bogahlíð 4

115.3 4 Herbergi 2 Stofur 2 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1994
Fermetraverð : 804,348 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 87.100.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

jónrafn
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur starfað við fasteignasölu í tvo áratugi. Hann hefur víðtæka reynslu í sölu sumarhúsa jafnt sem sölu annara fasteigna. Jón Rafn er uppalinn í Fossvoginum, en bjó lengi vel í vesturbæ Reykjavíkur og Garðabæ en í dag er hann ásamt eiginkonu sinni búsettur í Mosfellsbæ. Jón á tvo syni með eiginkonu sinni sem fært hafa þeim alls fimm barnabörn.

695-5520
92.500.000 Kr.
Hafðu samband