Nánari lýsing:
Forstofa: Komið inní rúmgóða flísalagða forstofu og fatahengi.
Snyrting: nýleg tæki og flísar.
Barnaherbergi/forstofuherbergi, hægt stækka inn í vinnuherbergi sem er innaf þvottahúsi.
Sjónvarpshol: með parketi, möguleiki á að breyta í fjórða svefnherbergið eins og það var áður.
Eldhús: Tekið í gegn fyrir ca. 16 árum, náttúruflísar á gólfi. Gaseldavél.
Stofa og borðstofa: með parketi, arinn og útgengi út í skjólríkan suðurgarð með timburpalli. Góður möguleiki að stækka eignina eins og gert hefur verið annars staðar í röðínni. Stækkun um 30-45 fm.
Hjónaherbergi með stórum fataskáp, parket á gólfi. Hurð útí garð skv. teikningu.
Barnaherbergi, með lausum fataskáp og parket á gólfi.
Aðalbaðherbergi á svefnherbergisgangi, endurnýjað og flísalagt hólf í gólf með upphengdu salerni, innréttingu, baðkari og rúmgóðri sturtu.
Gestasalerni, flísalagt og endurbætt með upphengdu salerni og handlaug.
Rúmgott þvottahús, með innréttingu og skolvask.
Bílskúr með geymslulofti, heitt og kalt vatn og skolvaskur.
Eignin hefur fengið gott og reglulegt viðhald að sögn eigenda, garður einkar skjólsæll og gróinn með stórum timburpalli. Skólp var endurnýjað sumarið 2016. Skipt var um pappa á þaki árið 2002.
Eign á þessum vinsæla stað í borginni, þar sem örstutt er í Laugardalinn og Holtagarða, bæði í útivist og þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir: Jason Kristinn Ólafsson s. 775 1515 - jko@miklaborg.is löggiltur fasteignasali