Laufásvegur 7 101

Reykjavíkurborg

Lýsing

Þórhallur Biering löggiltur fasteignasali hjá Miklaborg fasteignsölu kynnir Þrúðvang, Laufásveg 7.

Húsið skiptist í kjallara, tvær hæðir og risloft. Aukaíbúð í kjallara.

Einstaklega reisulegt, glæsilegt og sögufrægt hús sem er að heildar gólffleti 527 fm. Byggt árið 1918.

Húsið hefur verið mikið endurbætt á síðustu árum og viðhaldi verið sinnt af mikilli alúð. Algerlega einstök eign.

Um er að ræða eitt fallegasta og reisulegasta íbúðarhús Reykjavíkur, staðsett á frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur rétt ofan við Tjörnina.

Bókið skoðun hjá :

Þórhallur Biering löggiltur fasteignasali í síma 896-8232 eða thorhallur@miklaborg.is

Kjallari : Sérinngangur en einnig innangengt. Anddyri, geymsla, gestasnyrting, eldhús, stofur, baðherbergi, 3 svefnherbergi og vinnurými/tv. Þar er einnig vinnurými þar sem stiginn kemur niður. Frá garði er hurð inn í litla geymslu fyrir t.d. sláttuvél og hjól. Þar er heitt og kalt vatn (blöndunartæki).

Fyrsta hæð: Anddyri, forstofa, gestasnyrting, tvær samliggjandi stofur með arni, eldhús, borðstofa og dagstofa. Svalir liggja út frá dagstofu. Lofthæð 320 cm. Glæsilegur stigi upp á 2. hæð.

Önnur hæð: Gangur þaðan sem útgengt er á norðursvalir, 4 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús þar sem stigi liggur upp á risloftið. Lofthæð 280 cm. Frá einu svefnherbergjanna er útgengt á 30 fm þaksvalir sem snúa í suður og austur.

Risloft: Er nú notað sem geymsla en þar eru ýmsir skemmtilegir möguleikar.

Garður er sérlega glæsilegur og vel hirtur.

Við norðurhlið hússins er innkeyrsla með fjarstýrðu hliði og bílastæði. Í innkeyrslu er hleðslustöð fyrir rafbíl. Búið er að hanna og teikna stækkun á því. (Sjá teikningu.)

Hönnun og saga: Þrúðvangur var teiknaður og byggður árið 1918 af Jens Eyjólfssyni fyrir Margréti Zoega og var ekkert til sparað. Gaflar og kvistir minna á barokktímabilið en einnig gætir þar jugendáhrifa. Meðal íbúa hússins voru Einar Benediksson skáld og kona hans Valgerður Zoega. Margét fékk m.a. Ríkarð Jónsson útskurðarmeistara til að skera út stofuhurðirnar með lágmyndum fyrir ofan þær og fagurlega útskorna aðalhurð og stiga milli hæða. Hurðir þessar teljast nú ómetanleg listaverk og eru friðlýstar ásamt stiganum. (Sjá nánara söguágrip hússins.)

Viðhald og endurbætur: Núverandi eigendur, Páll V. Bjarnason og Sigríður Harðardóttir, keyptu húsið árið 1990 og hafa alla tíð lagt alúð við endurgerð og viðhald þess. Páll er einn af helstu sérfræðingum okkar í viðgerð og endurgerð eldri húsa og ber Þrúðvangur þess glöggt merki. Þrúðvangur er friðlýst hús. (ytra byrði) (Sjá nánari lýsingu á endurgerð og viðhaldi hússins.) (Sjá einnig teikningar hússins.)

Nánari upplýsingar veitir:

Þórhallur Biering löggiltur fasteignasali í síma 896-8232 eða thorhallur@miklaborg.is

Fasteignin Laufásvegur 7

527.0 14 Herbergi 6 Stofur 7 Svefnherbergi 3 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1918
Fermetraverð : 986,717 Kr/m²
Byggingargerð : Einbýlishús
Fasteignamat : 202.250.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

thorhallur
Þórhallur Biering
MBA, Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Þórhallur hefur um 20 ára reynslu í fasteignaviðskiptum en hann hlaut löggildingu fasteignasala árið 2004. Sérsvið Þórhalls eru jafnt íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, verðmöt og lóðarsölur. Áhugamál snúast að almennu heilbrigði og hreyfingu, aðallega hjólreiðum.

520.000.000 Kr.
Hafðu samband